Ryan Gauld, sem er fæddur í desember 1995, er allt í öllu hjá Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Ryan Gauld lagði upp öll fjögur mörk Dundee United í 4-1 sigri á Partick Thistle FC um helgina og hafði í leiknum á undan skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Motherwell FC. Hann er með 4 mörk og 5 stoðsendingar í 13 deildarleikjum á leiktíðinni.
Breskir fjölmiðlamenn eru farnir að líkja stráknum við Lionel Messi, leikmann Barcelona. Real Madrid, Manchester United og Everton eru farin að fylgjast með honum og frammistaðan um helgina ætti ekki að minnka þann áhuga.
Hann er örfættur og með lágan þyngdarpunkt eins og Messi en eldfljótur og það lítur út fyrir að hann hafi ekkert fyrir þessu.
Það er hægt að sjá þessar fjórar frábæru stoðsendingar og fleiri tilþrif frá stráknum með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.