Fótboltalið Florida State háskólans er komið í átta liða úrslitin í NCAA-mótið eftir 4-0 sigur á Colorado-háskólanum.
Annan leikinn í röð skoraði Dagný tvö mörk en hún hefur verið sérstaklega iðinn við kolann þegar kemur að skallamörkum. Dagný skoraði einmitt tvö mörk, bæði með skalla í sigrinum um helgina.
Florida State bætti skólamet sitt með sínum 21. sigri á leiktíðinni. Þetta er níunda árið í röð sem liðið kemst í átta liða úrslitin. Liðið hefur fallið út í undanúrslitum undanfarin tvö ár.
Mörkin og viðtal við Dagnýju má sjá í spilaranum að ofan.

