Íslenski boltinn

„Þetta er óþolandi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll í viðtali við Stöð 2 Sport að loknu 2-1 tapi síns liðs gegn FH í Pepsi-deild karla í dag.

„Þeir skora skítamark úr horni, algjört drullumark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn," sagði Hermann sem hafði lítinn áhuga á að fara í viðtal í leikslok, svo fúll var hann.

„Þeir eru ekki einu sinni að reyna að spila. Þeir negla boltanum fram og reyna svo að ná boltanum af okkur. Þetta er ógeðlega fúlt. Þetta er óþolandi," sagði Hermann og hvarf á braut.

Umfjöllun og frekari viðtöl úr Eyjum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×