Fótbolti

Mörk og stoðsendingar hjá Alfreð og Aroni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason fer frábærlega af stað á nýju tímabili í Hollandi.
Alfreð Finnbogason fer frábærlega af stað á nýju tímabili í Hollandi. Mynd/Heimasíða Heerenveen
Alfreð Finnbogason var maður leiksins þegar Heerenveen lagði AZ Alkmaar 4-2 í 1. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð kom heimamönnum á bragðið með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Heerenveen leiddi í hálfleik en snemma í síðari hálfleik lagði Aron Jóhannsson upp jöfnunarmark gestanna sem nafni hans Mattias Johanson skoraði.

Alfreð kom heimamönnum yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar og lagði svo upp þriðja markið fyrir Pele van Anholt skömmu síðar. Gestirnir léku manni fleiri síðustu tuttugu mínútur leiksins eftir að vinstri bakverði Heerenveen var vísað af velli.

Aron minnkaði muninn í 3-2 á 88. mínútu úr vítaspyrnu og von kviknaði hjá gestunum. Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu síðasta markið í viðbótartíma, eftir undirbúning Alfreðs, og tryggðu sér tveggja marka sigur.

Jóhann Berg Guðmundsson var einnig í byrjunarliði AZ Alkmaar en var skipt af velli á 58. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×