Fótbolti

Arnór bikarmeistari í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Arnór Smárason varð í dag danskur bikarmeistari með liði sínu, Esbjerg, í dag eftir sigur á Randers í úrslitaleik.

Leikurinn fór fram á Parken og var Arnór í byrjunarliði Esbjerg. Leiknum lauk með 1-0 sigri Esbjerg og var það Youssef Toutouh sem skoraði eina mark leiksins.

Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn í liði Randers en Arnóri var skipt af velli í uppbótartíma.

Samningur Arnórs við Esbjerg rennur út nú í sumar og er óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×