Engin bóla sjáanleg á húsnæðismarkaði Brjánn Jónasson skrifar 22. október 2013 07:30 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið í við verðbólgu sé horft til síðustu tíu ára, en á síðustu fimm árum hefur verðbólgan hækkað mun meira en húsnæðisverð. Fréttablaðið/Vilhelm Hækkun á húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu er langt frá því að hafa haldið í við verðbólgu síðustu fimm ár. Þannig er einbýli sem var 25 milljón króna virði haustið 2008 á svipuðu verðlagi í dag, og hefur því lækkað um 8,4 milljónir króna að raunvirði. „Hækkunin á húsnæðisverði er búin að vera tiltölulega hæg, og mun halda áfram að vera það. Við sjáum ekki verðbólueinkenni á húsnæðismarkaði,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið heldur hækkandi undanfarið, en á enn langt í land með að ná þeim hæðum sem það komst í á árunum fyrir hrun.Eins og sjá má á dæmunum í myndinni hér að ofan hefur íbúð í fjölbýlishúsi hækkað aðeins umfram verðlag á síðustu 12 mánuðum. Á sama tímabili hefur lítilleg hækkun á sérbýli ekki haldið í við verðbólguna. Sé farið lengra aftur í tímann, til dæmis 10 ár, hefur sérbýlið hins vegar hækkað meira umfram verðlag en íbúð í fjölbýli, eins og sjá má á myndinni. Búast má við 1,5 til 2 prósenta raunhækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum samkvæmt þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem kynnt var í síðustu viku.„Við gerum ráð fyrir 5,4 prósenta hækkun íbúðaverðs á næsta ári og 5,3 prósent á árinu 2015. Svo kemur tæplega 4 prósent verðbólga þar á móti,“ segir Ingólfur. „Undirliggjandi er fyrst og fremst það að kaupmáttur launa mun vaxa áfram, laun munu hækka umfram verðbólgu, svo hagur heimilanna batnar hvað það varðar. Atvinnuástandið er að batna og störfum að fjölga, svo kaupmáttur ráðstöfunartekna er að vaxa. Svo koma inn hugsanlegar og væntanlegar aðgerðir stjórnvalda, sem er ekki hægt að ráða í á þessari stundu,“ segir Ingólfur. Þá bendir hann á að gjaldeyrishöftin haldi eignaverði uppi í landinu með því að halda vöxtum lægri en þeir væru ella.Húsnæðisverð hagstætt en mikil óvissa „Útfrá þróun húsnæðisverðs má segja að það sé rétti tíminn til að kaupa húsnæði í dag. Hins vegar er áhættan í þessum fjárfestingum tiltölulega mikil á þessum tímapunkti,“ segir Ingólfur. Hann segir ákveðin kerfisleg vandamál innan hagkerfisins skapa óvissu. Búast megi við hreyfingum á gengi krónunnar og verðbólguskoti þegar gjaldeyrishöftin verði afnumin. Ingólfur segir að í ljósi óvissunnar sé ekki rétt að mæla með því að fólk skuldsetji sig mikið við íbúðarkaup. „Menn verða að fara inn í slíka fjárfestingu með tiltölulega gott eigið fé og gæta þess að greiðslubyrðin sé ekki svo þung að það sé ekki rými fyrir högg.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hækkun á húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu er langt frá því að hafa haldið í við verðbólgu síðustu fimm ár. Þannig er einbýli sem var 25 milljón króna virði haustið 2008 á svipuðu verðlagi í dag, og hefur því lækkað um 8,4 milljónir króna að raunvirði. „Hækkunin á húsnæðisverði er búin að vera tiltölulega hæg, og mun halda áfram að vera það. Við sjáum ekki verðbólueinkenni á húsnæðismarkaði,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið heldur hækkandi undanfarið, en á enn langt í land með að ná þeim hæðum sem það komst í á árunum fyrir hrun.Eins og sjá má á dæmunum í myndinni hér að ofan hefur íbúð í fjölbýlishúsi hækkað aðeins umfram verðlag á síðustu 12 mánuðum. Á sama tímabili hefur lítilleg hækkun á sérbýli ekki haldið í við verðbólguna. Sé farið lengra aftur í tímann, til dæmis 10 ár, hefur sérbýlið hins vegar hækkað meira umfram verðlag en íbúð í fjölbýli, eins og sjá má á myndinni. Búast má við 1,5 til 2 prósenta raunhækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum samkvæmt þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem kynnt var í síðustu viku.„Við gerum ráð fyrir 5,4 prósenta hækkun íbúðaverðs á næsta ári og 5,3 prósent á árinu 2015. Svo kemur tæplega 4 prósent verðbólga þar á móti,“ segir Ingólfur. „Undirliggjandi er fyrst og fremst það að kaupmáttur launa mun vaxa áfram, laun munu hækka umfram verðbólgu, svo hagur heimilanna batnar hvað það varðar. Atvinnuástandið er að batna og störfum að fjölga, svo kaupmáttur ráðstöfunartekna er að vaxa. Svo koma inn hugsanlegar og væntanlegar aðgerðir stjórnvalda, sem er ekki hægt að ráða í á þessari stundu,“ segir Ingólfur. Þá bendir hann á að gjaldeyrishöftin haldi eignaverði uppi í landinu með því að halda vöxtum lægri en þeir væru ella.Húsnæðisverð hagstætt en mikil óvissa „Útfrá þróun húsnæðisverðs má segja að það sé rétti tíminn til að kaupa húsnæði í dag. Hins vegar er áhættan í þessum fjárfestingum tiltölulega mikil á þessum tímapunkti,“ segir Ingólfur. Hann segir ákveðin kerfisleg vandamál innan hagkerfisins skapa óvissu. Búast megi við hreyfingum á gengi krónunnar og verðbólguskoti þegar gjaldeyrishöftin verði afnumin. Ingólfur segir að í ljósi óvissunnar sé ekki rétt að mæla með því að fólk skuldsetji sig mikið við íbúðarkaup. „Menn verða að fara inn í slíka fjárfestingu með tiltölulega gott eigið fé og gæta þess að greiðslubyrðin sé ekki svo þung að það sé ekki rými fyrir högg.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira