Innlent

Mögulega fjársvik eða misneyting að láta Pólverjana borga fyrir að fá vinnu

Formleg kæra hefur ekki borist vegna málsins til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Formleg kæra hefur ekki borist vegna málsins til lögreglunnar á Vestfjörðum.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, staðfestir í samtali við Vísi að þeim hafi borist bréf þess efnis að pólsk ættaður verkstjóri fiskvinnslufyrirtækis á Bolungarvík hefði rukkað Pólverja sem fengu vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Vísir sagði frá málinu í dag.

Hlynur sagði lögregluna vera að reyna að átta sig á málinu, en nákvæmni bréfsins sé lítil og erfitt að átta sig á því nákvæmlega á um hvað er að ræða. Lögreglan mun skoða málið betur en formleg kæra hefur ekki borist vegna málsins. Hann segir vel koma til greina að lögreglan á Ísafirði hefji rannsókn á málinu án kæru.

Lögfræðingar sem fréttastofa Vísis hefur ráðfært sig við telja að brot eins og lýst er í bréfinu gætu flokkast sem misneyting eða fjársvik í grófari tilvikum, en slík brot varða mest allt að 6 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×