Innlent

Verkstjóri rukkar pólska starfsmenn um 1000 evrur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Andrúmsloftið var mun betra á vinnustaðnum þegar verkstjórinn var í fríi.
Andrúmsloftið var mun betra á vinnustaðnum þegar verkstjórinn var í fríi.
Pólsk ættaður verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík mun hafa rukkað hvern þann Pólverja sem fékk vinnu hjá fyrirtækinu um 1000 evrur. Frá þessu er greint á vefritinu bb.is.

Í bréfi sem sent var á vefritið og lögregluna á Ísafirði til skoðunar af Pólverjum búsettum í Bolungarvík, er þetta fullyrt og birt nöfn yfir 20 Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum. Fullyrt er í bréfinu að forsvarsmenn fyrirtækisins viti af þessu og segi þetta í lagi.

Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu, segist ekki vita til þess að það sé einhver fótur fyrir þessu í viðtali við bb.is. Hann segir verkstjórann ekki sjá um mannaráðningar en hafi hjálpað til við að fá einhverja í vinnu. Þeir munu ekki vilja kannast við að hafa borgað honum.

Í bréfinu segir ennfremur að þegar verkstjórinn var í Póllandi í sumar hafi andrúmsloftið verið mun betra á vinnustaðnum en bréfritarar segjast ekki vilja að svona maður búi í Bolgunarvík. Þeir segjast skammast sín fyrir verkstjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×