Enski boltinn

Swansea skellti Chelsea

Michu fagnar marki sínu í kvöld.
Michu fagnar marki sínu í kvöld.
Swansea er komið með annan fótinn í úrslit enska deildarbikarsins eftir óvæntan 0-2 útisigur á Chelsea í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna og Swansea á síðari leikinn eftir á sínum heimavelli. Hann fer fram 23. janúar.

Michu skoraði eina mark fyrri hálfleik skömmu fyrir hlé. Í uppbótartíma gerði Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, skelfileg mistök.

Hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn sinn. Sendingin var slök, Danny Graham komst í milli og skoraði auðveldlega. Ótrúlega klaufalegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×