Fernanda dregin fjarri hrygningar- og veiðisvæðum Kristján Hjálmarsson skrifar 1. nóvember 2013 15:48 Varðskipið Þór dregur Fernöndu aftur á haf út. Varðskipið Þór mun draga flutningaskipið Fernöndu eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Landhelgisgæslunnar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu. Eins og fram hefur komið á Vísi í dag var Fernanda flutt í Hafnarfjarðarhöfn snemma í morgun. Talið var að búið væri að slökkva eld um borð í skipinu en svo reyndist ekki vera því hann gaus aftur upp. Um hundrað tonn af olíu er í skipinu og var eldhættan því mikil. Brugðið var á það ráð að draga Fernöndu aftur á haf út, jafnvel þótt eldur væri enn logandi um borð. Á samráðsfundinum var horft til þess að lágmarka áhættu á að skipið sökkvi með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni. Meðan aðstæður leyfa mun varðskipið Þór draga Fernanda á svæði eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er. Þá er einnig markmið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu ef þörf er á að hætta drætti á því af öryggisástæðum. Ef svo fer að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma. Sem stendur er ekki talið óhætt að dæla sjó á Fernanda með tilliti til stöðugleika skipsins. Fylgst er náið með framvindu mála og staðan endurmetin eftir upplýsingum og aðstæðum hverju sinni. Sem stendur ganga aðgerðir vel og varðskipið Þór siglir á 6 hnúta hraða, að því er segir í tilkynningu. Tengdar fréttir Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43 Þakklát og glöð yfir því að skipið sé farið Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist glöð yfir því að Fernanda hafi verið dregin úr höfn í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er skilgreind sem neyðarhöfn og líklega sú sem næst var skipinu. 1. nóvember 2013 14:04 Töldu eldhættu liðna þegar skipið kom að höfn Ekki er búið að ákveða hvert Fernanda verður dregið. Þegar skipið var dregið að bryggju í Hafnarfirði var talið að búið væri að ráða niðurlögum eldsins. 1. nóvember 2013 12:48 Fernanda dregin út úr höfninni Flutningaskipið er komið út úr höfninni en óvíst er hvert förinni er heitið. Talsmenn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar funda eftir hádegi. Finna þarf stað þar sem minnsta hættan skapast sökkvi skipið. 1. nóvember 2013 11:53 Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28 Betra ef Fernanda væri við Hörpu Hörður Harðarson vélsmiðjameistari hjá Trefjum segist ekki skilja af hverju skipið Fernanda hafi verið staðsett þar sem hún er. Skipið hefur verið dregið aftur út á sjó til að auðvelda slökkvistarf og draga úr umhverfisvá vegna reyks og elds. 1. nóvember 2013 12:31 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Varðskipið Þór mun draga flutningaskipið Fernöndu eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Landhelgisgæslunnar, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu. Eins og fram hefur komið á Vísi í dag var Fernanda flutt í Hafnarfjarðarhöfn snemma í morgun. Talið var að búið væri að slökkva eld um borð í skipinu en svo reyndist ekki vera því hann gaus aftur upp. Um hundrað tonn af olíu er í skipinu og var eldhættan því mikil. Brugðið var á það ráð að draga Fernöndu aftur á haf út, jafnvel þótt eldur væri enn logandi um borð. Á samráðsfundinum var horft til þess að lágmarka áhættu á að skipið sökkvi með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni. Meðan aðstæður leyfa mun varðskipið Þór draga Fernanda á svæði eins fjarri hrygningarsvæðum og veiðislóðum og kostur er. Þá er einnig markmið að komast á svæði þar sem vindátt er hagstæð miðað við hugsanlegt rek á skipinu ef þörf er á að hætta drætti á því af öryggisástæðum. Ef svo fer að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma. Sem stendur er ekki talið óhætt að dæla sjó á Fernanda með tilliti til stöðugleika skipsins. Fylgst er náið með framvindu mála og staðan endurmetin eftir upplýsingum og aðstæðum hverju sinni. Sem stendur ganga aðgerðir vel og varðskipið Þór siglir á 6 hnúta hraða, að því er segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43 Þakklát og glöð yfir því að skipið sé farið Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist glöð yfir því að Fernanda hafi verið dregin úr höfn í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er skilgreind sem neyðarhöfn og líklega sú sem næst var skipinu. 1. nóvember 2013 14:04 Töldu eldhættu liðna þegar skipið kom að höfn Ekki er búið að ákveða hvert Fernanda verður dregið. Þegar skipið var dregið að bryggju í Hafnarfirði var talið að búið væri að ráða niðurlögum eldsins. 1. nóvember 2013 12:48 Fernanda dregin út úr höfninni Flutningaskipið er komið út úr höfninni en óvíst er hvert förinni er heitið. Talsmenn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar funda eftir hádegi. Finna þarf stað þar sem minnsta hættan skapast sökkvi skipið. 1. nóvember 2013 11:53 Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28 Betra ef Fernanda væri við Hörpu Hörður Harðarson vélsmiðjameistari hjá Trefjum segist ekki skilja af hverju skipið Fernanda hafi verið staðsett þar sem hún er. Skipið hefur verið dregið aftur út á sjó til að auðvelda slökkvistarf og draga úr umhverfisvá vegna reyks og elds. 1. nóvember 2013 12:31 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43
Þakklát og glöð yfir því að skipið sé farið Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segist glöð yfir því að Fernanda hafi verið dregin úr höfn í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er skilgreind sem neyðarhöfn og líklega sú sem næst var skipinu. 1. nóvember 2013 14:04
Töldu eldhættu liðna þegar skipið kom að höfn Ekki er búið að ákveða hvert Fernanda verður dregið. Þegar skipið var dregið að bryggju í Hafnarfirði var talið að búið væri að ráða niðurlögum eldsins. 1. nóvember 2013 12:48
Fernanda dregin út úr höfninni Flutningaskipið er komið út úr höfninni en óvíst er hvert förinni er heitið. Talsmenn Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar funda eftir hádegi. Finna þarf stað þar sem minnsta hættan skapast sökkvi skipið. 1. nóvember 2013 11:53
Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28
Betra ef Fernanda væri við Hörpu Hörður Harðarson vélsmiðjameistari hjá Trefjum segist ekki skilja af hverju skipið Fernanda hafi verið staðsett þar sem hún er. Skipið hefur verið dregið aftur út á sjó til að auðvelda slökkvistarf og draga úr umhverfisvá vegna reyks og elds. 1. nóvember 2013 12:31