Erlent

Jarðskjálfti upp á 7,7 stig við Kanada

Mjög öflugur jarðskjálfti varð við vesturströnd Kanada rétt eftir klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt og mældist hann 7,7 stig.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum en skjálftinn varð langt frá mannabyggð.

Á Hawaii-eyjum var gefin út viðvörun vegna flóðbylgju en ekki þótti hætta steðja að öðrum eyjum í Kyrrahafi.

Þegar hafa fjórar bylgjur skollið á Hawaii en þær stærstu hafa mælst tæplega 60 sentimetrar en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir rúmlega tveggja metra ölduhæð.

Sérfræðingar telja þó að enn sé hætta fyrir hendi. Stór svæði við strandlengju eyjanna voru rýmd og þurftu því um áttatíu þúsund manns að yfirgefa heimili sín.

Nú er talið að þær aðgerðir hafi ekki reynst nauðsynlegar en engu að síður góðar varúðarráðstafanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×