Eyðileggingin sögð ólýsanleg 31. október 2012 08:00 Bílstjórar í New York þurftu að hafa nokkuð fyrir því að aka gegnum flóðvatnið. nordicphotos/AFP „Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær. Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Eyðileggingin við strendur New Jersey er ólýsanleg,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Íbúar í New York og meðfram ströndum New Jersey urðu einna verst úti í hamförunum þegar fellibylurinn Sandy skall á seint á þriðjudegi. Tala látinna var síðdegis í gær komin upp í 35 og var búist við að hún myndi hækka. Auk veðurofsans, sem fór sums staðar yfir 50 metra á sekúndu, voru það flóðin sem ollu einna mestu tjóni. Í New York flæddi niður í nokkrar neðanjarðarstöðvar og bílastæðakjallara og víða í borgum og bæjum New Jersey var allt á floti. Reiknað er með því að lestarsamgöngur í New York komist ekki í gang aftur fyrr en um helgina, en strætisvagnakerfið byrjaði að rumska í gær og leigubílstjórar eru komnir í fulla vinnu. Meira en átta milljón manns voru án rafmagns og má búast við að marga daga taki að koma rafmagni á sums staðar. Meðal annars þykir ólíklegt að alls staðar verði komið á rafmagn fyrir forsetakosningarnar, sem haldnar verða á þriðjudag í næstu viku. Óttast er að það geti jafnvel torveldað framkvæmd kosninganna. Taka þurfti nokkra kjarnaofna í New Jersey úr notkun tímabundið, en ekki var talið í gær að hætta stafaði af neinum þeirra. Töluvert dró úr krafti veðurofsans eftir að stormurinn Sandy kom af hafi og inn á land, en hann stefndi í gær til Kanada og var farinn að valda þar verulegum usla þótt vindstyrkurinn hefði minnkað. Þá olli mikil snjókoma í Vestur-Virginíu miklum vandræðum í gær.
Tengdar fréttir Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00 Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Skipulagi kosningabaráttunnar rústað Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar. 31. október 2012 08:00
Heilu hverfin á floti „Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York. 31. október 2012 08:00