Enski boltinn

Neville: Scholes getur spilað í tvö ár til viðbótar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes. Mynd/AP
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að félagið hafi sparað sér mikinn pening með því að plata Paul Scholes til að taka skóna af hillunni. Neville segir að Scholes hafi saknað fótboltans og að hann eigi nóg eftir þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

„Hann saknaði fótboltans og vildi halda áfram að spila," sagði Gary Neville um fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára. „Það er mín skoðun að Scholes geti vel spilað tvö ár til viðbótar," sagði Neville.

„Það er frábært fyrir Manchester United að fá hann aftur inn nú þegar liðið hefur verið að glíma við svona mikil meiðsli. Við erum búin að sjá alltof mikið af leikmönnum vera að spila út úr stöðu inn á miðjunni," sagði Neville.

„Fólk er alltaf að missa sig yfir janúarglugganum en hann hefur aldrei reynst Manchester United eða öðrum félögum vel. Leikmenn kosta alltof mikinn pening og hafa síðan engan tíma til að aðlagast liðinu ólíkt því þegar þeir eru keyptir að sumri til. Ég sé lítinn gróða í því að kaupa leikmann í janúar og því kemur það sér mjög vel fyrir United að fá Scholes aftur inn," sagði Neville.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×