Fótbolti

Birkir Bjarna: Stuðningsmennirnir hjá Standard Liege eru brjálaðir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Birkir Bjarnason, nýr leikmaður Standard Liege, var kynntur fyrir blaðamönnum fyrir leik Standard Liege á móti Beerschot í belgísku úrvalsdeildinni í gær. Það er síðan óhætt að segja að nýju liðsfélagarnir hans Birkis hafi sett á svið sýningu fyrir hann því þeir unnu leikinn 6-1.

„Ég hef tekið eftir því að stuðningsmennirnir hjá Standard Liege eru brjálaðir og þá er ég að tala um í allra jákvæðustu meiningu orðsins. Þeir eru tryggir, vingjarnlegir og mjög áhugasamir. Þetta er góður staður til að byrja fótboltaferillinn á meginlandinu," sagði Birkir á blaðamannafundinum.

„Hann er dæmigerður vítateig í vítateig miðjumaður sem við höfum ekki haft í okkar liði," sagði íþróttastjórinn Jean-Francois de Sart en það var líka mikið gert úr því á fundinum að Birkir væri annar Íslendingurinn hjá félaginu. Hann hefur þar stór spor að fylla því sjálfur Ásgeir Sigurvinsson hóf einmitt atvinnumannaferil sinn hjá Standard Liege.

Jón Guðni Fjóluson, liðsfélagi Birkis í 21 árs landsliðinu á sínum tíma, lék allan leikinn með Beerschot en kom ekki í veg fyrir stórtap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×