Fótbolti

Rodgers: Vorum stórkostlegir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rodgers getur verið ánægður með lið sitt
Rodgers getur verið ánægður með lið sitt MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
"Ferðalag okkar síðustu 18 mánuði hefur verið ótrúlegt. Leikmennirnir voru stórkostlegir og ég er mjög stoltur. Við byrjuðum ekki vel og á köflum vorum við ekki eins og við eigum að okkur að vera varnarlega en það má ekki gleyma því að við vorum að leika gegn leikmönnum í hæsta gæðaflokki," sagði Brendan Rodgers þjálfari Swansea eftir ótrúlegan sigur liðsins á Arsenal í dag.

"Þeir gerðu vel í marki sínu snemma leiks en við svöruðum ótrúlega. Við trúum allir á leikskipulag okkar og við höfum náð árangri í því. Ég hef mikla trú á að við getum spilað boltanum á jörðinni, jafnvel gegn bestu liðunum. Það þurfti ekki að kæla boltann eftir leik því bæði lið vildu spila boltanum á jörðinni," sagði Rodgers.

Nathan Dyer sem fiskaði vítið sem Swansea jafnaði úr og skoraði annað mark Swansea segir vítaspyrnudóminn hafa verið hárréttann.

"Þetta var alltaf víti, Arsenal leikmaðurinn fór í fótinn sem ég stóð í," sagði Dyer.

"Úrslit eins og þessi auka sjálfstraust liðsins, við sýndum að við getum vel tekist á við eitt besta lið úrvalsdeildarinnar með því að leika eins og þeir," bætti Dyer við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×