Lagerbäck: Svolítið sérstakt fyrir mig 30. maí 2012 10:45 mynd/vilhelm Kvöldið verður eflaust sérstakt fyrir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Íslands, en hann stýrir þá íslenska liðinu gegn löndum sínum frá Svíþjóð á Gamla Ullevi. „Það er svolítið sérstakt fyrir mig að vera við stjórnvölinn á landsliði sem er að leika gegn Svíþjóð, en þetta er mjög spennandi verkefni og verður góð prófraun fyrir okkur. Það er gott að vinna með íslensku leikmönnunum, þeir eru fljótir að bregðast við mínum hugmyndum. Við ætlum að gera eins vel og við getum, það skiptir engu þó þetta sé vináttulandsleikur, við viljum vinna" sagði Lars við sænska fjölmiðlamenn á fundi í gær eftir því sem fram kemur á heimasíðu KSÍ. Hjörtur Logi Valgarðsson og Helgi Valur Daníelsson sátu einnig fyrir svörum á fundinum. „Svíar eru öðruvísi mótherjar en Frakkar, spila allt öðruvísi fótbolta" sagði Hjörtur Logi. „Á meðan Frakkar eru með mjög sterka einstaklinga, þá eru Svíar meira að leggja á herslu á liðsheildina. Við ætlum að vera skipulagðir og agaðir í vörn, og sækjum þegar færi gefst." Helgi bætti við: „Við þurfum að stoppa Zlatan, það er engin spurning, allir þekkja hann sem sterkasta leikmann Svía. Við reynum samt að einbeita okkur að okkar liði og okkar styrkleikum. Við höfum farið vel yfir sænska liðið og höfum fína mynd af því hvernig á að verjast liði sem leikur eins og Svíar." Helgi Valur var spurður hvort margt hefði breyst með tilkomu Lars í þjálfarastöðuna hjá Íslandi? „Nýjar hugmyndir með reynslumiklum þjálfara sem nýtur mikillar virðingar í knattspyrnuheiminum. Leikmenn hafa brugðist vel við. Allir vilja ólmir fá að taka þátt í þessu. Við erum með marga unga leikmenn, bland af líkamlega sterkum leikmönnum í hópnum og teknískum". Hjörtur Logi tók undir. „Við erum með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér og þessir leikir gegn svona sterkum liðum eru góðir fyrir okkur, við lærum af hverjum leik. Við reynum alltaf að gera betur í næsta leik og við ætlum að gera betur en gegn Frökkum." Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira
Kvöldið verður eflaust sérstakt fyrir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Íslands, en hann stýrir þá íslenska liðinu gegn löndum sínum frá Svíþjóð á Gamla Ullevi. „Það er svolítið sérstakt fyrir mig að vera við stjórnvölinn á landsliði sem er að leika gegn Svíþjóð, en þetta er mjög spennandi verkefni og verður góð prófraun fyrir okkur. Það er gott að vinna með íslensku leikmönnunum, þeir eru fljótir að bregðast við mínum hugmyndum. Við ætlum að gera eins vel og við getum, það skiptir engu þó þetta sé vináttulandsleikur, við viljum vinna" sagði Lars við sænska fjölmiðlamenn á fundi í gær eftir því sem fram kemur á heimasíðu KSÍ. Hjörtur Logi Valgarðsson og Helgi Valur Daníelsson sátu einnig fyrir svörum á fundinum. „Svíar eru öðruvísi mótherjar en Frakkar, spila allt öðruvísi fótbolta" sagði Hjörtur Logi. „Á meðan Frakkar eru með mjög sterka einstaklinga, þá eru Svíar meira að leggja á herslu á liðsheildina. Við ætlum að vera skipulagðir og agaðir í vörn, og sækjum þegar færi gefst." Helgi bætti við: „Við þurfum að stoppa Zlatan, það er engin spurning, allir þekkja hann sem sterkasta leikmann Svía. Við reynum samt að einbeita okkur að okkar liði og okkar styrkleikum. Við höfum farið vel yfir sænska liðið og höfum fína mynd af því hvernig á að verjast liði sem leikur eins og Svíar." Helgi Valur var spurður hvort margt hefði breyst með tilkomu Lars í þjálfarastöðuna hjá Íslandi? „Nýjar hugmyndir með reynslumiklum þjálfara sem nýtur mikillar virðingar í knattspyrnuheiminum. Leikmenn hafa brugðist vel við. Allir vilja ólmir fá að taka þátt í þessu. Við erum með marga unga leikmenn, bland af líkamlega sterkum leikmönnum í hópnum og teknískum". Hjörtur Logi tók undir. „Við erum með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér og þessir leikir gegn svona sterkum liðum eru góðir fyrir okkur, við lærum af hverjum leik. Við reynum alltaf að gera betur í næsta leik og við ætlum að gera betur en gegn Frökkum."
Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu Sjá meira