Fótbolti

Margrét Lára farin frá Turbine Potsdam

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára er hér önnur frá hægri að fagna titlinum um helgina.
Margrét Lára er hér önnur frá hægri að fagna titlinum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Þýska meistaraliðið Turbine Potsdam hefur leyst Margréti Láru Viðarsdóttur undan samningi hennar við félagið en hann átti að renna út í lok næsta mánaðar.

Fram kemur í staðarblaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten að þetta hafi verið gert aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Potsdam tryggði sér titilinn. Félagið varð Þýskalandsmeistari fjórða árið í röð á sunnudaginn eftir 8-0 sigur á Leipzig. Margrét Lára skoraði eitt mark í leiknum.

Margrét Lára kom til félagsins í janúar eftir að hafa klárað tímabilið í Svíþjóð með Kristianstad. Hún náði sér þó aldrei á strik með félaginu vegna tíðra meiðsla.

„Hún hefur verið ótrúlega óheppin vegna þess að hún kom hingað til þess að leggja sitt á vogarskálirnar," sagði Bernd Schröder, þjálfari liðsins.

„En því miður hefur hún ekki líkamlega burði til að taka þátt í jafn ströngum æfingum og er venjan hér í Potsdam," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×