Fótbolti

Tólf rauð spjöld í sama leiknum

Knattspyrnukapparnir í Brasilíu eru afar blóðheitir og það sannaðist heldur betur í leik neðrideildarliðanna Votuporanguense og Fernandopolis.

Þar brutust út mikil slagsmál eftir að markvörður annars liðsins var rekinn af velli.

Menn spörkuðu í hvorn annan eins og enginn væri morgundagurinn. Dómarinn gaf hvorki fleiri né færri en tólf rauð spjöld í kjölfarið.

Leikurinn var síðan flautaður.

Slagsmálin má sjá í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×