Hlaupatrúboðar breiða út boðskapinn í hlaupabók 2. júní 2012 11:00 Karen Kjartansdóttir og Elísabet Margeirsdóttir sameina krafta sína og skrifa hlaupabók fyrir byrjendur jafnt og lengra komna. Fréttablaðið/gva „Hlaup eru svo hentug fyrir upptekið fólk sem vill vera í góðu formi, eina sem þarf eru góðir hlaupaskór og síðan má hlaupa hvaðan sem er og hvenær sem er," segja þær Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og veðurfréttakona og Karen Kjartansdóttur, bókmenntafræðingur og fréttakona á Stöð 2. Þær gerðu nýlega samning við Forlagið um útgáfu á hlaupabók sem á að nýtast byrjendum jafnt sem ofurhlaupurum, en bókin á að koma út á næsta ári. Karen og Elísabet eru með misjafnan hlaupabakgrunn en dá báðar íþróttina og vilja fá sem flesta á sprett í kringum sig. „Elísabet á slatta af maraþonum og ofurhlaupum að baki. Hún tók þátt í 100 kílómetra hlaupi í frönsku Ölpunum og skipuleggur núna ofurhlaup á Esjunni í júní," segir Karen sem sjálf kynntist hlaupum hins vegar í fyrra þegar hún vildi grennast eftir að hafa eignast sitt þriðja barn. „Hlaupin virkuðu afskaplega hratt til þess auk sem þau auka orku manns og einbeitni til að takast á við stóra fjölskyldu og vinnu. Það er því ekki annað hægt en að falla fyrir þeim." Það má segja að ákveðið hlaupaæði hafi gripið þjóðina og margir farnir að reima á sig hlaupaskóna. Karen og Elísabet eru sannfærðar um kosti hlaupanna og segja ekkert jafnast á við að hlaupa úti í íslenskri náttúru, sama hvernig viðrar. „Ef hægt væri að sameina alla kosti hlaupa í duft þá væri það dýrasta fæðubótaefnið á markaðnum. Hlaup létta þér lundina, gera þig flottari og glaðari. Þeir sem byrja að hlaupa uppfæra í rauninni stýrikerfi líkamans því það verður léttara og hraðvirkara. Þú myndir ekki vilja skipta yfir í Nokia 5110 eftir að hafa prófað iPhone." Karen og Elísabet segja alla geta byrjað að hlaupa. „Allir þeir sem hafa áhuga geta byrjað. Sumir þurfa að byrja af meiri varfærni en aðrir, svo sem ef þeir eiga við stoðkerfisvandamál að etja og ef þeir glíma við offitu. Þeir sem komast af stað komast fljótlega að því að hlaup eru ávanabindandi og ekki auðvelt að hætta þeim eins og skyndilausnunum. Vellíðanin er bara svo mikil," segja þær en hlaupabókin er ætluð til að aðstoða fólk að taka þessi fyrstu skref samhliða því að vera með fræðandi efni fyrir lengra komna. „Það má segja að við séum svolítið eins og hlaupatrúboðar." alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Hlaup eru svo hentug fyrir upptekið fólk sem vill vera í góðu formi, eina sem þarf eru góðir hlaupaskór og síðan má hlaupa hvaðan sem er og hvenær sem er," segja þær Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og veðurfréttakona og Karen Kjartansdóttur, bókmenntafræðingur og fréttakona á Stöð 2. Þær gerðu nýlega samning við Forlagið um útgáfu á hlaupabók sem á að nýtast byrjendum jafnt sem ofurhlaupurum, en bókin á að koma út á næsta ári. Karen og Elísabet eru með misjafnan hlaupabakgrunn en dá báðar íþróttina og vilja fá sem flesta á sprett í kringum sig. „Elísabet á slatta af maraþonum og ofurhlaupum að baki. Hún tók þátt í 100 kílómetra hlaupi í frönsku Ölpunum og skipuleggur núna ofurhlaup á Esjunni í júní," segir Karen sem sjálf kynntist hlaupum hins vegar í fyrra þegar hún vildi grennast eftir að hafa eignast sitt þriðja barn. „Hlaupin virkuðu afskaplega hratt til þess auk sem þau auka orku manns og einbeitni til að takast á við stóra fjölskyldu og vinnu. Það er því ekki annað hægt en að falla fyrir þeim." Það má segja að ákveðið hlaupaæði hafi gripið þjóðina og margir farnir að reima á sig hlaupaskóna. Karen og Elísabet eru sannfærðar um kosti hlaupanna og segja ekkert jafnast á við að hlaupa úti í íslenskri náttúru, sama hvernig viðrar. „Ef hægt væri að sameina alla kosti hlaupa í duft þá væri það dýrasta fæðubótaefnið á markaðnum. Hlaup létta þér lundina, gera þig flottari og glaðari. Þeir sem byrja að hlaupa uppfæra í rauninni stýrikerfi líkamans því það verður léttara og hraðvirkara. Þú myndir ekki vilja skipta yfir í Nokia 5110 eftir að hafa prófað iPhone." Karen og Elísabet segja alla geta byrjað að hlaupa. „Allir þeir sem hafa áhuga geta byrjað. Sumir þurfa að byrja af meiri varfærni en aðrir, svo sem ef þeir eiga við stoðkerfisvandamál að etja og ef þeir glíma við offitu. Þeir sem komast af stað komast fljótlega að því að hlaup eru ávanabindandi og ekki auðvelt að hætta þeim eins og skyndilausnunum. Vellíðanin er bara svo mikil," segja þær en hlaupabókin er ætluð til að aðstoða fólk að taka þessi fyrstu skref samhliða því að vera með fræðandi efni fyrir lengra komna. „Það má segja að við séum svolítið eins og hlaupatrúboðar." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning