Fótbolti

Capello tekur við rússneska landsliðinu

Fabio Capello.
Fabio Capello. Getty Images / Nordic Photos
Fabio Capello var í dag ráðinn sem landsliðsþjálfari Rússlands en samningaviðræður höfðu staðið yfir í nokkrar vikur. Nikita Simonjan, varaforseti rússneska knattspyrnusambandsins, greindi frá ráðningu Ítalans í dag.

Hinn 66 ára gamli Capello sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í febrúar s.l. eftir ágreining við stjórn enska knattspyrnusambandsins. Ítalinn hefur þjálfað stórlið á borð við AC Milan og Juventus á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×