Ferguson: Best fyrir Morrison að flytja frá Manchester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:45 Ravel Morrison í leik með United gegn Crystal Palace í enska deildabikarnum þann 30. nóvember síðastliðinn. Nordic Photos / Getty Images Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. Morrison er átján ára og þykir ótrúlega efnilegur leikmaður. Innan vallar lofar hann mjög góðu og var hann sagður vera einn sá albesti leikmaður sem unglingaakademía United hefur alið af sér síðan að Paul Scholes gekk inn í aðallið United á sínum tíma. En ástæðan fyrir því að hann mun ekki klæðast búningi Manchester United aftur (í bili að minnsta kosti) eru vandræði hans utan vallar. Ferguson hafði ekki mörg orð um hann að segja um hann í gærkvöldi en sagði þó þetta: „Það er búið að segja sögu hans með nokkuð ítarlegum hætti. Í fullri hreinskilni tel ég það betra fyrir hann að komast í burtu frá Manchester. Hann býr yfir miklum hæfileikum en það er mjög mikilvægt að það sé tekið rétt á hans málum." Fréttavefurinn Goal.com er með ítarlega umfjöllun um félagaskiptin og Morrison sjálfan sem má lesa hér. Þar er gefið í skyn að Morrison hafi einfaldlega brennt allar brýr að baki sér hjá United. Steininn tók úr þegar að þolinmæði Ferguson var á þrotum. Allir aðrir hjá félaginu voru löngu búnir að fá sig fullsadda á hegðun hans og uppátækjum. Alvarlegast er þegar hann var á árslöngu skilorði fyrir að ógna vitni í sakamáli. Stærsta vandamálið er þó talið vera að hann hefur verið í slæmum félagsskap í Manchester. Hann hafi verið með marga vini í kringum sig sem hafi fest sig á hann eins og blóðsugur. Ferguson taldi greinilega nauðsynlegt að losa hann úr því umhverfi og fá hann til að einbeita sér að fótbolta. West Ham er í austurhluta Lundúna sem er ekki besta hverfi Bretlands. En talið er að Morrison muni búa í friðsælu úthverfi þar sem hann verði undir verndarvæng Sam Allardyce, stjóra West Ham og góðvinar Ferguson. Það er nú undir honum komið að ná því besta fram úr Morrison og verður forvitnilegt að fylgjast með hans framgangi næstu vikurnar og mánuði. Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Táningurinn Ravel Morrison gekk í gær raðir West Ham fyrir eina milljón punda en forráðamenn Manchester United voru þar með greinilega búnir að gefast upp á honum. Morrison er átján ára og þykir ótrúlega efnilegur leikmaður. Innan vallar lofar hann mjög góðu og var hann sagður vera einn sá albesti leikmaður sem unglingaakademía United hefur alið af sér síðan að Paul Scholes gekk inn í aðallið United á sínum tíma. En ástæðan fyrir því að hann mun ekki klæðast búningi Manchester United aftur (í bili að minnsta kosti) eru vandræði hans utan vallar. Ferguson hafði ekki mörg orð um hann að segja um hann í gærkvöldi en sagði þó þetta: „Það er búið að segja sögu hans með nokkuð ítarlegum hætti. Í fullri hreinskilni tel ég það betra fyrir hann að komast í burtu frá Manchester. Hann býr yfir miklum hæfileikum en það er mjög mikilvægt að það sé tekið rétt á hans málum." Fréttavefurinn Goal.com er með ítarlega umfjöllun um félagaskiptin og Morrison sjálfan sem má lesa hér. Þar er gefið í skyn að Morrison hafi einfaldlega brennt allar brýr að baki sér hjá United. Steininn tók úr þegar að þolinmæði Ferguson var á þrotum. Allir aðrir hjá félaginu voru löngu búnir að fá sig fullsadda á hegðun hans og uppátækjum. Alvarlegast er þegar hann var á árslöngu skilorði fyrir að ógna vitni í sakamáli. Stærsta vandamálið er þó talið vera að hann hefur verið í slæmum félagsskap í Manchester. Hann hafi verið með marga vini í kringum sig sem hafi fest sig á hann eins og blóðsugur. Ferguson taldi greinilega nauðsynlegt að losa hann úr því umhverfi og fá hann til að einbeita sér að fótbolta. West Ham er í austurhluta Lundúna sem er ekki besta hverfi Bretlands. En talið er að Morrison muni búa í friðsælu úthverfi þar sem hann verði undir verndarvæng Sam Allardyce, stjóra West Ham og góðvinar Ferguson. Það er nú undir honum komið að ná því besta fram úr Morrison og verður forvitnilegt að fylgjast með hans framgangi næstu vikurnar og mánuði.
Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira