Innlent

Björn Valur útilokar stjórn með sjálfstæðismönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Valur Gíslason er formaður þingflokks VG.
Björn Valur Gíslason er formaður þingflokks VG.
Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG og nýkjörinn formaður fjárlaganefndar Alþingis, útilokar myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Í samtali við Vikudag á Akureyri er hann spurður út mögulega ríkisstjórnarmyndum með Sjállfstæðismönnum. „Nei, það get ég ómögulega séð fyrir mér, miðað við stefnu Sjálfstæðisflokksins í dag, sem er sú sama og fyrir fimm árum síðan. Þannig að ég útiloka þann flokk algjörlega."

Þessi ummæli Björns Vals eru í samræmi við það sem fram kom í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrradag. „Ég tel að aðrir flokkar og framboð í landinu eigi að sameinast um að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á fjögur ár í viðbót hið minnsta til endurhæfingar og sjálfsskoðunar sem enn virðist, vel að merkja, ekki hafa farið fram," sagði Steingrímur.

Hann sagði að á þeim tíma ætti að sýna Sjálfstæðisflokknum umburðarlyndi og skilning, veita honum skjól til að finna fjölina sína og kannski þá yrði hann „aftur stjórntækur, sæmilega víðsýnn flokkur með svolitlu félagslegu eða húmanísku ívafi og fær um að bera aftur ábyrð á efnahagsmálum án þess að stofna okkur í stórhættu," eins og Steingrímur orðaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×