Innlent

Hinrik saklaust fórnarlamb fólskuverks

Karen Kjartansdóttir skrifar
Varðstjóri morðdeildar lögreglunnar í Tulsa í er enn að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu þar sem Hinrik Þórsson var myrtur aðfaranótt laugardagsins.

Lögreglan í Tulsa segist enn enga mynd hafa fundið sem nýtist við leitina af manninum sem myrti Hinrik Þórsson aðfaranótt laugardags. Dave Walker, varðstjóri morðdeildarinnar, tekur þó fram að rannsókn málsins sé enn á frumstigi.

Vitni hefur greint lögreglunni að morðinginn hafi haldið því fram að ökumaðurinn, sem ók bílnum sem Hinrik var í, hafi næstum ekið á sig. Dave Walkers segir að hann hafi þó verið hvergi nærri þegar Hinrik og félagi hans lögðu fyrir utan verslunina.

„Við skiljum það ekki því hann var aldrei á bílastæðinu. Fyrir átökin urðu einhvers konar munnleg orðaskipti milli manna. Bíllinn ekur í burtu, sakborningurinn tekur upp byssu og skýtur hann nokkrum skotum. Síðan heldur hann skothríðinni áfram inn í bílinn og nokkrar kúlur hæfa Kristján í höfuðið. Hann lætur lífið við það. Þetta er í grundvallaratriðum það sem við vitum á þessari stundu," sagði Walker við fréttastofu.

Hann segir að ekkert bendi til annars en að Hinrik hafi aðeins verið saklaust fórnarlamb fólskuverks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×