Lífið

Eva María stendur fyrir hlaupi til styrktar einstökum börnum

„Ég fékk martröð í nótt og dreymdi að ég hafði óvart farið á djamm og misst af hlaupinu," segir Eva María Jónsdóttir sem stendur fyrir hlaupi til styrktar einstökum börnum á morgun miðvikudag sem er alþjóðlegur dagur barna með sjaldgæfa sjúkdóma.

Hvernig gengur. Er góð þátttaka? „Það gengur bara vel en þetta er svo óformlegt. Það eru 150 búnir að skrá sig á Facebooksíðuna og 100 sem koma kannski."

Það er kannski erfitt að alhæfa eitthvað um hvað verður. Þetta gengur bara vel og ótrúlega vel tekið í hugmyndina. Ég er búin að hitta fullt af fólk sem ætlar að koma. Stundum finnst manni maður vera að hlaupa um eins og vitleysingur út um allt út af engu en í þetta skiptið veit maður að maður er að láta gott af sér leiða," segir Eva María.

Mæting klukkan 16:00

„Hlaupið verður ræst klukkan 16.30 á morgun við sundlaug Seltjarnarness. Þá byrja allir að hlaupa. Það er fínt að mæta upp úr fjögur. Þá getur maður farið í vesti eða sett á sig buff. Einstök börn ætla að koma með eitthvað merkt sér."

„Þetta er málefni sem maður hugsar aldrei um nema þegar maður er staddur í þessum sporum sjálfur, segir Eva María áður en kvatt er.

Facebooksíða hlaupsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.