Fótbolti

Petrov vongóður um að hafa betur í baráttunni við veikindin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stiliyan Petrov, leikmaður og fyrirliði Aston Villa, er þess fullviss að hann muni hafa betur í baráttu sinni við hvítblæði.

Petrov er 33 ára gamall en fyrr í vikunni var tilkynnt að hann yrði áfram fyrirliði liðsins, þrátt fyrir að hann væri frá vegna veikindanna.

„Ég hef alltaf trúað á þolinmæði og maður verður að hafa trú á einhverju. Ég hef trú á því að mér muni batna," sagði Petrov í viðtali sem birtist á heimasíðu Villa.

„Þetta hefur verið erfitt en allir hafa reynst mér mjög vel. Það auðveldar allt saman að hafa fólk í kringum sig sem maður treystir."

„Ég þarf að vera í lyfjameðferð í nokkra mánuði í viðbót en ég tel að það versta sé þegar yfirstaðið. Nú þarf ég bara að bíða eftir niðurstöðum rannsókna og vera áfram jákvæður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×