Innlent

Sektin hækkuð um 20 milljónir

ÓKÁ skrifar
Merki Símans
Merki Símans
Hæstiréttur hækkaði á fimmtudag á ný sekt sem Símanum hafði verið gert að greiða fyrir brot á samkeppnislögum úr 30 milljónum króna í 50 milljónir.

Málið má rekja aftur til ársloka 2009 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði gerst brotlegur við skilyrði sem samkeppnisráð setti fyrirtækinu árið 2005. Var Síminn þá sektaður um 150 milljónir.

Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem í mars 2010 staðfesti að Síminn hefði brotið alvarlega af sér. Sektin var hins vegar lækkuð í 50 milljónir króna, meðal annars vegna versnandi afkomu Símans. Þessari ákvörðun skaut Síminn til dómstóla.

Í byrjun þessa árs komst Héraðsdómur Reykjavíkur að því að Síminn hefði brotið gegn banni við að tvinna saman fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Brotið væri þó ekki jafn umfangsmikið og áfrýjunarnefnd ætlaði og sektin var lækkuð í 30 milljónir. Þennan dóm hefur Hæstiréttur nú staðfest, utan að sektargreiðslan var hækkuð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×