Þau tíu bestu á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 07:00 Heiðar Helguson fékk útnefninguna í fyrra. Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
Innlendar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Sjá meira