Stefni á að setja eitt með skalla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. desember 2012 10:00 Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham ræðir málin við Gylfa Sigurðsson í leik á móti Liverpool á White Hart Lane sem fram fór á dögunum. Mynd/AFP Það verður nóg um að vera í enska boltanum um helgina líkt og vanalega. Á sunnudaginn er áhugaverður leikur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínu gamla félagi þegar Swansea sækir Tottenham heim á White Hart Lane. Gylfi vonast til þess að fá tækifæri gegn Swansea og hann stefnir á að skora með skalla, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. „Það verður sérstakt að mæta mínum gömlu félögum úr Swansea, ég hef upplifað þetta áður þegar ég lék gegn Reading. Það er alltaf gaman að mæta þeim sem maður hefur verið að æfa með áður," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Gylfi hefur verið að koma inn á sem varamaður í deildarleikjum Tottenham að undanförnu og hann býst ekki við miklum breytingum hjá Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra liðsins. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu eða ekki. Það má alveg gera ráð fyrir því að hann velji sama lið og hefur spilað vel að undanförnu." Gylfi átti skot í slá í leiknum gegn Everton um sl. helgi og þar var hann hársbreidd frá því að koma Tottenham í 2-0 á erfiðum útivelli. Everton náði að snúa taflinu sér í hag og landaði ótrúlegum sigri með tveimur mörkum á 88 sekúndum. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá boltann fara í markið en svona er fótboltinn. Það heppnast ekki allt sem maður reynir. Það hefði verið frábært fyrir liðið ef ég hefði skorað því þá hefði leikurinn nánast verið búinn. Það var gríðarlega svekkjandi að fá þessi tvö mörk á okkur á rétt rúmri mínútu og tapa leiknum." Gylfi er sáttur í herbúðum Tottenham og er ekki að ergja sig mikið á því að hann sé í hlutverki varamanns. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það yrði erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliði Tottenham. Þetta er stór klúbbur með marga frábæra leikmenn og samkeppnin er gríðarlega hörð. Ég er ekkert að pirra mig á þessu og þetta er bara hluti af því að vera í sterku liði. Auðvitað vil ég spila sem mest en það eru margir leikir á tímabilinu og ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Það er gríðarleg stemning sem fylgir leikjunum í desember í ensku úrvalsdeildinni. Og ég hlakka til að fá tækifæri til að taka þátt. Við sem erum í fótbolta viljum spila sem oftast og það eru skemmtilegar vikur fram undan. Fjölskyldan mín kemur yfir hátíðirnar og verður hér hjá mér í London," sagði Gylfi. Spyrnutækni Gylfa og skot hans eru vel þekkt stærð en Villas-Boas virðist hafa tröllatrú á íslenska landsliðsmanninum hvað varðar skallatækni hans í föstum leikatriðum. Gylfi hlær þegar hann inntur eftir því hvort hann sé loksins orðið öflugur skallamaður þar sem hann fær ekki taka hornspyrnur liðsins. „Ég þarf bara að setja einn í markið með skalla, og sýna styrkleika minn á því sviði," sagði Gylfi í léttum tón. „Ég er betri í því að taka hornspyrnurnar en það er áskorun að reyna að skora í teignum og það væri frábært að skalla boltann í markið gegn Swansea. Ég held ég hafi aðeins skorað tvisvar eða þrisvar með skalla á ferlinum. Ég stefni á að bæta einu við í leiknum á sunnudaginn," sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Það verður nóg um að vera í enska boltanum um helgina líkt og vanalega. Á sunnudaginn er áhugaverður leikur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætir sínu gamla félagi þegar Swansea sækir Tottenham heim á White Hart Lane. Gylfi vonast til þess að fá tækifæri gegn Swansea og hann stefnir á að skora með skalla, sem hefur ekki verið hans sterkasta hlið. „Það verður sérstakt að mæta mínum gömlu félögum úr Swansea, ég hef upplifað þetta áður þegar ég lék gegn Reading. Það er alltaf gaman að mæta þeim sem maður hefur verið að æfa með áður," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær. Gylfi hefur verið að koma inn á sem varamaður í deildarleikjum Tottenham að undanförnu og hann býst ekki við miklum breytingum hjá Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra liðsins. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég verði í byrjunarliðinu eða ekki. Það má alveg gera ráð fyrir því að hann velji sama lið og hefur spilað vel að undanförnu." Gylfi átti skot í slá í leiknum gegn Everton um sl. helgi og þar var hann hársbreidd frá því að koma Tottenham í 2-0 á erfiðum útivelli. Everton náði að snúa taflinu sér í hag og landaði ótrúlegum sigri með tveimur mörkum á 88 sekúndum. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá boltann fara í markið en svona er fótboltinn. Það heppnast ekki allt sem maður reynir. Það hefði verið frábært fyrir liðið ef ég hefði skorað því þá hefði leikurinn nánast verið búinn. Það var gríðarlega svekkjandi að fá þessi tvö mörk á okkur á rétt rúmri mínútu og tapa leiknum." Gylfi er sáttur í herbúðum Tottenham og er ekki að ergja sig mikið á því að hann sé í hlutverki varamanns. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það yrði erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliði Tottenham. Þetta er stór klúbbur með marga frábæra leikmenn og samkeppnin er gríðarlega hörð. Ég er ekkert að pirra mig á þessu og þetta er bara hluti af því að vera í sterku liði. Auðvitað vil ég spila sem mest en það eru margir leikir á tímabilinu og ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ. Það er gríðarleg stemning sem fylgir leikjunum í desember í ensku úrvalsdeildinni. Og ég hlakka til að fá tækifæri til að taka þátt. Við sem erum í fótbolta viljum spila sem oftast og það eru skemmtilegar vikur fram undan. Fjölskyldan mín kemur yfir hátíðirnar og verður hér hjá mér í London," sagði Gylfi. Spyrnutækni Gylfa og skot hans eru vel þekkt stærð en Villas-Boas virðist hafa tröllatrú á íslenska landsliðsmanninum hvað varðar skallatækni hans í föstum leikatriðum. Gylfi hlær þegar hann inntur eftir því hvort hann sé loksins orðið öflugur skallamaður þar sem hann fær ekki taka hornspyrnur liðsins. „Ég þarf bara að setja einn í markið með skalla, og sýna styrkleika minn á því sviði," sagði Gylfi í léttum tón. „Ég er betri í því að taka hornspyrnurnar en það er áskorun að reyna að skora í teignum og það væri frábært að skalla boltann í markið gegn Swansea. Ég held ég hafi aðeins skorað tvisvar eða þrisvar með skalla á ferlinum. Ég stefni á að bæta einu við í leiknum á sunnudaginn," sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira