Innlent

Ákærður fyrir tvö ofbeldisverk

Einn sakborninganna tíu úr sakamálinu sem kennt er við Annþór Karlsson og Börk Birgisson hefur verið ákærður á nýjan leik, nú fyrir tvær líkamsárásir og fleiri afbrot.

Maðurinn, sem er 24 ára, er ákærður ásamt Annþóri og Berki fyrir eina af líkamsárásunum þremur sem eru undir í því máli. Saksóknari fór fram á þriggja og hálfs árs fangelsi yfir honum.

Í gær var svo þingfest ákæra á hendur honum fyrir að skalla tönn úr manni í Bryggjuhverfinu í fyrrasumar og ráðast á starfsmann Lyfju eftir að hafa stolið úr versluninni. Þá er honum gefið að sök að hafa í tvígang ekið undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn fékk árs fangelsi fyrir líkamsárás og fleira, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í febrúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×