Enn tiplað á tánum í kring um Grástein 25. október 2012 08:00 Grásteinn Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutninga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini.Fréttablaðið/GVA „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira