Það er ekki kalt á okkar toppi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:00 Íris Mist Magnúsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum eru búin að undirbúa sig vel fyrir Evrópumótið sem hefst á miðvikudaginn. Mynd/Anton Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn. Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn.
Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira