Erlent

Tvíhliða samningar Sviss í uppnámi

Evrópusambandið og Sviss eiga í flóknu sambandi.
Evrópusambandið og Sviss eiga í flóknu sambandi.
Viðræður Svisslendinga og Evrópusambandsins (ESB) um að halda áfram tvíhliða samningakerfi virðast hafa siglt í strand í bili. Skýrsla sem lögð hefur verið fyrir ráðherraráð ESB um málið, þar sem einörð afstaða er tekin gegn tillögum Svisslendinga, þykir benda til þess að ekki muni miða mikið í viðræðunum á næstunni.

Svisslendingar eiga í óvenjulegu sambandi við ESB. Þeir eru ekki aðilar að því en hafa tekið upp ýmsa lagabálka sambandsins gegn því að fá aðild að innri markaði þess.

Fyrr á árinu fóru svissnesk stjórnvöld hins vegar fram á margvíslegar undanþágur frá regluverkinu, sem meðal annars snerust um raforkumarkaðinn, landbúnað og frjálsa för fólks. Þessum tillögum var mótmælt frá fyrsta degi.

Franska blaðið Le Temps greindi frá skýrslunni til ráðherraráðsins í síðustu viku. Ráðið afgreiddi hana andmælalaust. Harðorðasti kafli hennar er sá sem lýtur að tillögum Svisslendinga um eftirlit þeirra sjálfra með framfylgd tvíhliða samninganna. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×