Vandamálið ekki séríslenskt Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. september 2012 11:00 Við setningu Alþingis Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði stöðu Alþingis í þjóðarvitundinni að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira