Stefnan sett á verðlaun í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Helgi, Matthildur Ylfa, Kolbrún Alda og Jón Margeir Sverrisson eru klár í slaginn. Fréttablaðið/Stefán Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem keppendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku keppendum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþróttafólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt." Innblásin af ÓlympíuleikunumMatthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eiginlega bara allt sem ég sá," segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðalhetjurnar í fótboltanum, körfuboltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður," segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og langstökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet," segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinuSundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman," segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppáhaldsgreinin mín. Þar á ég möguleika á að standa mig best," segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Margeir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur," segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér," segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann.Dagskrá: Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi SveinssonFæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa ÞorsteinsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir SverrissonFæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda StefánsdóttirFæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira