Lífið

Frá Séð og Heyrt í slúðrið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona og fyrrum ritstjóri Séð og heyrt heldur úti bloggsíðu sem segir frá lífinu í Hollywood. fréttablaðið/stefán
Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona og fyrrum ritstjóri Séð og heyrt heldur úti bloggsíðu sem segir frá lífinu í Hollywood. fréttablaðið/stefán
Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona og fyrrum ritstjóri Séð og heyrt heldur úti bloggsíðunni Glysborgin.wordpress.com þar sem hún segir fréttir af stjörnunum í Hollywood.

„Ég er í sumarfríi með dóttur minni og finnst mjög erfitt að hafa lítið fyrir stafni þannig að þetta er góð dægrastytting," segir Lilja Katrín. Hún nýtir tímann þegar dóttir hennar tekur sér hádegisblund í skriftirnar og segir þær alls ekki svo tímafrekar. „Þegar dóttir mín lúrir þá kíki ég á fræga fólkið. Ég veit hvar ég finn nýjustu fréttirnar og því tekur þetta aðeins nokkrar mínútur og heldur mér inni í slúðrinu. Mér finnst gaman að dúllast í þessu þó ég vilji ekki endilega vinna við þetta."

Aðspurð viðurkennir Lilja Katrín að þekking hennar á öllu sem viðkemur Hollywood sé umfangsmikil. „Ég veit alltof mikið um þetta fólk. Ég veit hvað börnin þeirra heita og hvað þau eru gömul. Kærastanum mínum finnst ég mjög skrítin stundum," segir hún og hlær.

Innt eftir því hvort hún ætli að halda skrifunum áfram að sumarfríinu loknu segist Lilja Katrín ætla að gera það eins lengi og hún nennir. „Þetta er týpískt eitthvað sem maður gerir þar til maður nennir ekki meiru. Ég er líka með annað blogg sem fjallar um bakstur og ég veit ekki hvort ég nenni að halda úti tveimur bloggum. Ég bloggaði einmitt þar í gær þannig að þú getur náð þér í uppskrift að hollustuköku," segir hún og beinir orðum sínum til blaðamanns.

Kökublogg Lilju má finna á slóðinni Liljakatrin.wordpress.com.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.