Greta og Friðrik Ómar hjálpa til við undirbúning 21. júní 2012 13:00 Eurovisionfararnir Greta Salóme og Friðrik Ómar hittu Töru Þöll og miðluðu reynslu sinni og þekkingu til hennar til að hjálpa henni að undirbúa sig fyrir keppnina. Fréttablaðið/ernir „Ég er svolítið stressuð en aðallega bara rosalega spennt," segir hin 18 ára gamla Tara Þöll Danielsen Imsland sem mun keppa fyrir hönd Íslands í European Song Competition á Írlandi dagana 27. - 29. júní. European Song Competition er alþjóðleg söngvakeppni fyrir fólk með þroskahömlun og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt. Keppnin fer fram í Cork borg á Írlandi og eru um 20 þátttakendur víðs vegar að úr Evrópu sem mæta til leiks. Tara Þöll hefur aldrei æft söng en segist þó hafa sungið mikið í gegnum tíðina. „Ég hef oft tekið þátt í alls kyns söngvakeppnum í skólanum og Hinu húsinu, en aldrei í neinni jafn stórri og þessari," segir hún. Tara mun syngja lagið Bad Romance með Lady Gaga með undirspil sinfóníuhljómsveitar og verður án efa glæsileg á sviði íklædd kjól frá Arfleið. „Hún Ágústa í Arfleið gaf mér kjólinn sem hún hannaði sérstaklega handa mér. Hann er alveg í mínum stíl og meðal annars gerður úr hreindýraleðri og fiskiroði," segir Tara. Það er Hitt húsið og List án landamæra sem standa fyrir þátttöku Íslands í keppninni í ár. Haldin var forkeppni síðasta haust þar sem Tara Þöll fór með sigur af hólmi og var í kjölfarið valin til þátttöku af aðstandendum keppninnar úti, en ekki komust allir þar að sem sóttu um. Hún segir undirbúninginn hafa verið mikinn undanfarna daga, en sjálf heldur hún utan þann 21. júní í nokkurra daga frí með foreldrum sínum áður en hún hittir hópinn í Cork. Keppnin er hálfgert ígildi Eurovision söngvakeppninar nema fyrir þroskaskerta og segist Tara vera mikill Eurovision aðdáandi. „Ég hef fylgst vel með Eurovision síðan árið 2000 og á mér mörg uppáhalds lög," segir hún. Greta Salóme og Friðrik Ómar, Eurovisionfarar með meiru, hafa hitt Töru Þöll á æfingum og lagt sitt af mörkum til að hjálpa henni að undirbúa sig undir það sem koma skal. „Ég er mjög þakklát Gretu og Friðriki fyrir að gefa sér tíma til að hjálpa mér. Mér finnst Greta alveg frábær og finnst hún og allur hópurinn hafa staðið sig rosalega vel í Eurovision í ár," segir Tara Þöll að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð en aðallega bara rosalega spennt," segir hin 18 ára gamla Tara Þöll Danielsen Imsland sem mun keppa fyrir hönd Íslands í European Song Competition á Írlandi dagana 27. - 29. júní. European Song Competition er alþjóðleg söngvakeppni fyrir fólk með þroskahömlun og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt. Keppnin fer fram í Cork borg á Írlandi og eru um 20 þátttakendur víðs vegar að úr Evrópu sem mæta til leiks. Tara Þöll hefur aldrei æft söng en segist þó hafa sungið mikið í gegnum tíðina. „Ég hef oft tekið þátt í alls kyns söngvakeppnum í skólanum og Hinu húsinu, en aldrei í neinni jafn stórri og þessari," segir hún. Tara mun syngja lagið Bad Romance með Lady Gaga með undirspil sinfóníuhljómsveitar og verður án efa glæsileg á sviði íklædd kjól frá Arfleið. „Hún Ágústa í Arfleið gaf mér kjólinn sem hún hannaði sérstaklega handa mér. Hann er alveg í mínum stíl og meðal annars gerður úr hreindýraleðri og fiskiroði," segir Tara. Það er Hitt húsið og List án landamæra sem standa fyrir þátttöku Íslands í keppninni í ár. Haldin var forkeppni síðasta haust þar sem Tara Þöll fór með sigur af hólmi og var í kjölfarið valin til þátttöku af aðstandendum keppninnar úti, en ekki komust allir þar að sem sóttu um. Hún segir undirbúninginn hafa verið mikinn undanfarna daga, en sjálf heldur hún utan þann 21. júní í nokkurra daga frí með foreldrum sínum áður en hún hittir hópinn í Cork. Keppnin er hálfgert ígildi Eurovision söngvakeppninar nema fyrir þroskaskerta og segist Tara vera mikill Eurovision aðdáandi. „Ég hef fylgst vel með Eurovision síðan árið 2000 og á mér mörg uppáhalds lög," segir hún. Greta Salóme og Friðrik Ómar, Eurovisionfarar með meiru, hafa hitt Töru Þöll á æfingum og lagt sitt af mörkum til að hjálpa henni að undirbúa sig undir það sem koma skal. „Ég er mjög þakklát Gretu og Friðriki fyrir að gefa sér tíma til að hjálpa mér. Mér finnst Greta alveg frábær og finnst hún og allur hópurinn hafa staðið sig rosalega vel í Eurovision í ár," segir Tara Þöll að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira