Lífið

Vill sinna syninum

Miranda Kerr hefur minnkað við sig vinnu svo hún geti verið með syni sínum.nordicphotos/getty
Miranda Kerr hefur minnkað við sig vinnu svo hún geti verið með syni sínum.nordicphotos/getty nordicphotos/getty
Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr velur verkefni sín af kostgæfni eftir að hún eignaðist soninn Flynn. Þetta gerir hún svo hún geti eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni.

„Ætli ég eyði ekki meiri tíma í að sinna móðurhlutverkinu en í vinnunni. Ég tek aðeins að mér verkefni fyrir hönnuði sem ég er virkilega hrifin af. Það fer mikill tími í ferðalög og stundum verður það of mikið því sonur minn er auðvitað í forgangi núna. Hingað til hefur þetta gengið ágætlega og ég fæ að eyða miklum tíma með manni mínum og syni,“ sagði fyrirsætan sem er gift leikaranum Orlando Bloom. Sonur þeirra, Flynn Bloom, fæddist í byrjun janúar árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.