Lífið

Pink kát á sjúkrahúsi

Söngkonan Pink lenti á spítala en hélt þó í góða skapið.
nordicphotos/getty
Söngkonan Pink lenti á spítala en hélt þó í góða skapið. nordicphotos/getty
Söngkonan Pink lenti á sjúkrahúsi á fimmtudag vegna slæmrar magakveisu. Hún var þó ekki veikari en það að hún sendi aðdáendum sínum Twitter-skilaboð þaðan sem hún lá í sjúkrarúmi sínu.

„Settu mig í spítalaslopp og gefðu mér vökva í æð og þá er ég hamingjusöm stúlka. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að móðir mín starfaði á gjörgæslu allt mitt líf,“ skrifaði Pink á Twitter síðu sína og virtist hin kátasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.