Sterkar þjóðir keppa hér á landi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 07:00 Landsliðsmenn Frá vinstri eru Birkir Árnason, Ingvar Þór Jónsson, Emil Alingard og Snorri Sigurbjörnsson ásamt þjálfaranum Olfa Eller.fréttablaðið/valli Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira