Lífið

Veit ekki hvort Gosling sé betri að kyssa en Garfield

Emma Stone getur ekki valið á milli Ryan Gosling og Andrew Garfield.
Emma Stone getur ekki valið á milli Ryan Gosling og Andrew Garfield. nordicphotos/getty
Leikkonan Emma Stone var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres og var spurð hvort henni hefði þótt betra að kyssa Ryan Gosling eða Andrew Garfield, en Stone hefur leikið kærustu beggja.

„Þetta er erfið spurning. Þetta væri eins og að biðja mig um að velja á milli appelsínu eða eplis, ég elska alla ávexti," sagði leikkonan geðþekka og uppskar hlátursköll áhorfenda.

Stone hefur verið í sambandi meðbreska leikaranum Andrew Garfield frá því þau léku saman í kvikmyndinni The Amazing Spider-Man á síðasta ári. Þar fer Stone með hlutverk Gwen Stacy sem Kóngulóarmaðurinn er ástfanginn af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.