Lífið

Vill fá tónlistarfólk til að hlæja

Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi naglbítur eins og hann er betur þekktur, verður kynnir Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fara í kvöld.
Vilhelm Anton Jónsson, eða Villi naglbítur eins og hann er betur þekktur, verður kynnir Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fara í kvöld. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson
Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur, verður kynnir við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fara fram í Hörpunni í kvöld. Hann vonast til þess að geta fengið fólk til að hlæja en leggur mesta áherslu á að vera ekki of lengi uppi á sviði í hvert sinn.

„Mér finnst mjög gaman að þessu því ég hef unnið Grímur, Eddur og Lúðra en aldrei Tónlistarverðlaunin og finnst því gaman að stjórnendur skuli sjá aumur á mér og leyfa mér að kynna verðlaunin. Ég lít á það sem smá sárabót," upplýsir Villi sem kveðst ekki kvíðinn fyrir kvöldinu.

Hann sér sjálfur um að semja textann sem hann fer með á milli atriða og vonast til þess að geta fengið gesti til að hlæja. „Ég ætla að vera í hreinum fötum, með burstaðar tennur og reyna að fá fólk til að hlæja. Tónlistarfólk er annars svo skemmtilegt að ég er lítið stressaður fyrir kvöldinu. Mestu máli skiptir að vera stutt í einu uppi á sviði svo fólki hætti ekki að þykja vænt um mig."

Flestar tilnefningar í ár hlaut tónlistarfólkið Björk, Lay Low og Mugison en sá síðastnefndi er tilnefndur til alls sex verðlauna. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.