Lífið

Aka um Pólland á gömlum Polo

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar víða í Póllandi næstu tvær vikurnar. fréttablaðið/anton
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar víða í Póllandi næstu tvær vikurnar. fréttablaðið/anton
„Þetta verður frekar mikil törn," segir Snorri Helgason sem er nýbyrjaður á tveggja vikna tónleikaferðalagi um Pólland. Þar spilar hann á hverju kvöldi fyrir heimamenn.

„Ég kom þarna í fyrra til Kraká og fékk að kynnast Pólverjum. Þeir eru svo líkir okkur í húmor og það er auðvelt að grínast í þeim og vera í stuði," segir Snorri.

Sami náungi bókaði tónleikaferð hans og stóð fyrir ferðalagi Prins Póló til landsins í fyrra. „Við keyrum á milli á gömlum Volkswagen Polo sem hann á. Það væri ómögulegt ef ég ætti að fara að keyra sjálfur á milli, ég myndi ekki rata neitt."

Spurður hvort hann hafi lært einhverja pólsku segir hann: „Ég lærði bara þetta grundvallaratriði, eða orðið fyrir bjór sem maður lærir alltaf." Snorri, sem er nýfluttur til Íslands eftir eins og hálfs árs dvöl í London, verður duglegur að spila erlendis á þessu ári. Engar stórar tónleikaferðir eru samt fyrirhugaðar heldur smærri gigg með hljómsveitinni í för, þar á meðal í París í apríl.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.