Lífið

Hlakkar til að sjá Hobbitann

Leikarinn Elijah Wood hlakkar til að sjá myndina The Hobbit en myndin á að koma út seint á þessu ári. Wood snýr aftur í hlutverki sínu sem Fróði Baggi en hlutverkið er lítið að þessu sinni.

„Vegna þess hversu lítið hlutverkið mitt er í myndinni get ég verið fullkomlega hlutlægur og get hlakkað til eins og hver annar aðdáandi," segir Wood en hann fór með aðalhlutverkið í myndunum um Hringadróttinssögu. Wood er ekki eini leikarinn sem snýr aftur í myndinni, en Cate Blanchett, Orlando Bloom og Ian McKellan koma einnig fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.