Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF 23. janúar 2012 11:00 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, og Ellen Loftsdóttir, listrænn stjórnandi, eru byrjaðar á fullu í undirbúningi hátíðarinnar. fréttablaðið/stefan Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp RFF Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp
RFF Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira