Innlent

Eldur í bát norður af Siglufirði

Eldur kom upp í vélarrúmi báts norður af Siglufirði um áttaleytið í gærkvöld. Engan sakaði og náðu skipverjar að ráða niðurlögum eldsins.

Bátsverjar á nærstöddum báti fóru þó samstundis til aðstoðar og drógu hann til hafnar.

Óskaði Landhelgisgæslan eftir aðstoð Sigurvins, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði sem fór á móti bátunum og fylgdi þeim til hafnar. Komið var í land um korter yfir níu í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×