Lausnin er að rukka fyrir öll bílastæði Höskuldur Kári Schram skrifar 27. nóvember 2012 20:56 Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli. Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli.
Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09