Rokk, ról og góðir gestir 3. september 2012 15:00 Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira