Enski boltinn

Smalling: Megum ekki misstíga okkur

Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segir að það myndi svíða í heilt ár ef United tekst ekki að landa enska meistaratitlinum í maí. United getur náð þriggja stiga forskoti á toppnum í kvöld ef það leggur fyrrum félaga Smalling í Fulham.

United er úr leik í öllum öðrum keppnum og enski meistaratitillinn er eina von þeirra um bikar á þessari leiktíð.

"Þetta er á milli Manchester-liðanna og snýst um montrétt í heilt ár. Við getum ekki tapað þeirri keppni," sagði Smalling.

"Við erum reyndar ekki vanir því að spila bara um einn bikar og við erum allir vonsviknir með hvernig Meistaradeildin spilaðist hjá okkur. Þess vegna verðum við að vinna deildina. Við verðum að vera á tánum allan tímann og megum ekki misstíga okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×