Fótbolti

PSV vill fá Hiddink

Það er aldrei neinn skortur á eftirspurn þegar hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er annars vegar. Nú vill PSV Eindhoven fá hann við stjórnvölinn í þriðja skiptið á hans ferli.

Hiddink stýrði PSV til sex meistaratitla og Evrópumeistaratitils árið 1988.

PSV vill fá Hiddink í sumar og halda Phillip Cocu sem aðstoðarþjálfara en félagið sér Cocu sem framtíðarþjálfara PSV.

Hiddink hefur einnig verið orðaður við enska landsliðið og Chelsea en hann er aldrei þessu vant atvinnulaus í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×