Lífið

Tom á djamminu

myndir/cover media
Á myndunum má sjá Tom Cruise, 50 ára, yfirgefa næturklúbb í gærkvöldi í London eftir að hafa fylgst með syni sínum Connor sem spilaði þar tónlist en hann er plötusnúður. Þegar leikarinn yfirgaf staðinn með lífvörðum sínum var hann skælbrosandi og virtist ánægður þrátt fyrir að vera nýskilinn við barnsmóður sína. Sólgleraugun voru samt sem áður á sínum stað.

Sonur Tom skrifaði eftirfarandi á Instagram myndasíðuna hjá pabba sínum í nótt: "LONDON!!!! Couldn't have had more fun with you!! What a night at #chinawhite." sem þýðist lauslega á íslensku:

"London!!!! Hefði ekki getað skemmt mér betur með þér!! Þvílík nótt á Chinawhite."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.